Hafna niðurstöðu krufningar

Kang Chol ræddi við fréttamenn í dag.
Kang Chol ræddi við fréttamenn í dag. AFP

Sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu sagði í dag að stjórn landsins myndi hafna öllum niðurstöðum úr krufningu Malasíumanna á Kim Jong-Nam, hálfbróður ein­ræðis­herra Norður-Kór­eu, Kims Jong-Un.

„Malasíumenn þvinguðu fram krufningu án okkar leyfis eða vitneskju. Við munum hafna niðurstöðum úr þessari krufningu,“ sagði Kang Chol, sendi­herra Norður-Kór­eu í Malas­íu, við fréttamenn fyrir utan líkhúsið þar sem lík Jong-Nam er.

Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsingin sem Norður-Kórea gefur frá því að Kim Jong-Nam var myrtur á flug­velli í Malas­íu á mánudag en talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.

Áður hafði komið fram að norður-kóreskir embættismenn höfðu lagt hart að yf­ir­völd­um í Malas­íu að kryfja ekki lík Kim Jong-Nam. Malasísk yf­ir­völd féllust ekki á beiðnina að sögn heim­ilda­manns­ins og var lík Kim Jong-Nam flutt á sjúkra­hús til krufn­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert