Fjórði handtekinn vegna morðsins á Kim Jong-Nam

Bræðurn­ir voru ekki sam­rýnd­ir (f.v.) Kim Jong-Nam og Kim Jong-Un, …
Bræðurn­ir voru ekki sam­rýnd­ir (f.v.) Kim Jong-Nam og Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Fjórði einstaklingurinn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Kim Jong-Nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu, Kims Jong-Un. Lögreglan í Malasíu gaf þetta út í dag, en þá hafði hún tekið höndum 46 ára gamlan mann frá Norður-Kóreu sem var með atvinnuleyfi útgefið af yfirvöldum í Malasíu. Kemur þar fram að hann heiti Ri Jong Chol.

Maðurinn er fyrsti ríkisborgari Norður-Kóreu til að vera handtekinn vegna málsins, en áður hafði lögreglan handtekið 25 ára gamla konu frá Indónesíu sem heitir Siti Aishah og kærasta hennar frá Malasíu. Þá var kona að nafni Doan Thi Huong einnig handtekin, en hún er 28 ára gömul og bar vegabréf frá Víetnam.

Ríkisfjölmiðillinn í Norður-Kóreu hefur ekki enn sagt frá morðinu á flugvellinum í Kuala Lumpur á mánudaginn, en yfirvöld í Suður-Kóreu segja að eitrað hafi verið fyrir Jong-Nam af kvenkyns útsendurum frá Norður-Kóreu.

Kim Jong-Nam var 45 ára. Hann féll í ónáð hjá fóður sín­um Kim Jong-Il, fyrr­ver­andi leiðtoga Norður-Kór­eu, fyr­ir nokkr­um árum. Hann var eldri en nú­ver­andi leiðtogi lands­ins. Síðustu ár hafði hann notið vernd­ar kín­verskra stjórn­valda og búið í Macau. 

Sendiráð Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í Malasíu.
Sendiráð Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í Malasíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert