Lohan hvetur fólk til að styðja Trump

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. mbl

Leikkonan Lindsay Lohan hvetur samlanda sína til að styðja Donald Trump Bandaríkjaforseta. Lohan segir að fólk eigi að fylkja liði og styðja forsetann, jafnvel þótt hann hafi látið niðrandi ummæli um hana falla þegar hún var táningur.

„Ég held að svona opinberar persónur séu ávallt undir smásjánni og hann er jú forsetinn. Fólk verður að styðja hann. Ef þú getur ekki unnið hann þá er betra að styðja hann,“ sagði Lohan.

Leikkonan óskaði Trump alls hins besta í kjölfar þess að hann var formlega skipaður í embætti forseta í janúar.

„Ég óska honum alls hins besta,“ sagði Lohan þrátt fyrir að ummæli Trump frá árinu 2004, þegar Lohan var 18 ára, væru rifjuð upp.

„Hún á eflaust við einhver vandamál að stríða og er þess vegna frábær í rúminu. Hvers vegna eru vandræðastelpurnar alltaf bestar í rúminu?“ sagði Trump um Lohan í útvarpsviðtali fyrir 13 árum.

Frétt Independent.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert