McCorvey/Roe látin

Norma McCorvey.
Norma McCorvey.

Norma McCorvey gegndi lykilhlutverki í einu þekktasta dómsmáli Bandaríkjanna árið 1973 þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úr­sk­urðaði að kon­ur eigi rétt á að eyða fóstri, mál Roe gegn Wade. McCorvey lést í dag 69 ára að aldri á hjúkrunarheimili í Texas. Banamein hennar var hjartabilun, segir Joshua Prager, blaðamaður í New York, sem hefur skrifað um hana í Vanity Fair-tímaritið.

Sam­kvæmt niður­stöðu hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna frá 22. janú­ar 1973 eiga kon­ur rétt á að láta eyða fóstri þar til það hef­ur náð þeim þroska að geta lifað sjálf­stæðu lífi utan lík­ama kon­unn­ar en það er áfangi sem fóst­ur ná yf­ir­leitt á 22.-24. viku.

Úrsk­urður­inn er enn gíf­ur­lega um­deild­ur í Banda­ríkj­un­um og margoft hef­ur verið reynt að fá hon­um hnekkt eða þá að fá hæsta­rétt til þess að þrengja túlk­un sína.

Ráðlagt að ljúga til um þung­un

Í júní árið 1969 upp­götvaði Norma L. McCor­vey, þá 21 árs ein­stæð tveggja barna móðir, að hún væri þunguð af sínu þriðja barni. Hún vildi ekki eign­ast barnið enda buðu aðstæður henn­ar ekki upp á að hún gæti veitt barn­inu viðun­andi heim­ilisaðstæður og var henni ráðlagt af vin­um að gefa rang­an vitn­is­b­urð um að henni hefði verið nauðgað því á þess­um tíma var lög­legt að fara í fóst­ur­eyðingu í Texasríki ef kon­unni hafði verið nauðgað eða ef þung­un­in ógnaði lífi henn­ar.

McCor­vey ákvað að reyna þetta en áætl­un­in féll hins veg­ar um sjálfa sig þar sem ekki var um neina lög­reglu­skýrslu að ræða um að henni hefði verið nauðgað. Hún ákvað því að fara á lækna­stofu sem fram­kvæmdi ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar í Dalls í Texas en það rann einnig út í sand­inn þar sem lög­regla hafði lokað lækna­stof­unni.

Árið 1970 ákváðu tveir lög­menn, Linda Cof­fee og Sarah Wedd­ingt­on, að taka mál McCor­vey að sér og höfðuðu mál fyr­ir henn­ar hönd (und­ir dul­nefn­inu Jane Roe) fyr­ir héraðsdómi í Dallas gegn Texasríki. Auk Roe höfðaði lækn­ir­inn James Hall­ford mál en í máli þeirra kom fram gagn­rýni á lög rík­is­ins um að fóst­ur­eyðing­ar væru ólög­leg­ar nema þung­un­in væri til­kom­in vegna nauðgun­ar eða að þung­un­in gæti ógnað lífi móður. Töldu þau að lög­in væru ekki nægj­an­lega skýr og erfitt gæti verið að ákv­arða hvort viðkom­andi félli und­ir ákvæði lag­anna.

Málið endaði fyr­ir hæsta­rétti eft­ir að héraðsdóm­ur dæmdi Roe í vil og byggði niður­stöðu sína á ní­undu grein banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Hæstirétt­ur úr­sk­urðaði (sjö gegn tveim­ur) 22. janú­ar 1973 að breyta ætti lög­um Texas en Henry Wade, sak­sókn­ari í Dallas, fór með málið fyr­ir hönd Texasrík­is. Niðurstaðan var því Roe (McCor­vey) í vil en ein­ung­is að hluta lækn­in­um í vil. Þann sama dag úr­sk­urðaði hæsta­rétt­ur jafn­framt að ríki gætu bannað fóst­ur­eyðing­ar á seinni hluta meðgöngu.

En síðar á ævinni, þegar hún varð mjög trúuð, fyrst mótmælandi en kaþólsk síðar, sagði hún að það hafi verið hennar stærstu mistök á lífsleiðinni að hafa tekið þátt í því að lögleiða fóstureyðingar. Hún reyndi síðar að fá niðurstöðu hæstaréttar hnekkt án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert