Ellefu úr sömu fjölskyldu dóu

Hermenn uppreisnarmanna á leið til Al-Bab.
Hermenn uppreisnarmanna á leið til Al-Bab. AFP

Ellefu úr sömu fjölskyldunni dóu þegar sýrlenskir uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Tyrklands, börðust við liðsmenn Ríkis íslams í bænum Al-Bab.

Mannréttindasamtökin The Syri­an Observatory for Hum­an Rights sögðu að fjögur pör og þrjú börn úr sömu fjölskyldunni hafi látist á heimilum sínum í miðjum bænum í sprengjuárásum.

Uppreisnarmennirnir komust vel áleiðis í bardaganum og náðu að sneiða fram hjá skotum frá leyniskyttum og jarðsprengjum á vegum.

„Við höfum átt í erfiðleikum með leyniskyttur Ríkis íslams. Meira en tíu skyttur komu hermönnum okkar í opna skjöldu í nótt,“ sagði hershöfðinginn Abu Jaafar.

Hann bætti við að tíu hermenn hafi verið drepnir í dag og að tugir hefðu særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert