Varar við uppgangi popúlista

François Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
François Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. AFP

Störfum mun fækka og draga mun úr fjárfestingu og innflutningi þeirra þjóða í Evrópu sem draga sig úr Evrópusambandinu og kjósa popúlista til valda. Þetta sagði François Hollande, forseti Frakklands, á fundi á Spáni með Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. 

Hollande varaði við að ef öfgafullir þjóðernissinnar kæmust til valda í í löndum innan Evrópusambandsins myndi það hafa verulega slæm áhrif á landið í heild sinni. 

Þessi ummæli Hollande koma stuttu eftir að fylgi Mar­ine Le Pen, for­setafram­bjóðanda Frönsku þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, jókst umtalsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Einnig hefur fylgi hins hollenska Geert Wilders, forsetaframbjóðanda og formanns Frels­is­flokks­ins, aukist mikið. Þau fylgja bæði harði innflytjendastefnu.

Þau bæði hafa gefið það út að ef þau muni komast til valda ætla þau að draga þjóðirnar úr Evrópusambandinu. „Það mun binda enda á verslun og falskt fullveldi myndi þýða færri störf, minni vöxt og skert frelsi,“ sagið Hollande jafnframt. 

Á fundi sínum með forsætisráðherra Spánar nýtti Hollande tækifærið og bauð Rajoy á fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, 6. mars næstkomandi í Versölum í Frakklandi. 

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...