Feðgar létust í hörðum árekstri

Feðgarnir Jeffrey og Austin Brasher.
Feðgarnir Jeffrey og Austin Brasher. Ljósmynd/Skjáskot af vefsíðu BBC

Lögreglan í Alabama í Bandaríkjunum segir að áfengisneysla hafi komið við sögu þegar feðgar létust eftir að sonurinn klessti á bíl föður síns um síðustu helgi. 

Jeffrey Bracher, 50 ára, var á leið til vinnu þegar pallbíll sonar hans, hins 22 ára Austin Brasher, klessti á Ford-pallbíll hans.

Faðirinn, sem starfaði við að aka brauði, lést á slysstaðnum, samkvæmt frétt BBC.

Sonur hans var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í borginni Birmingham. Hvorugur þeirra hafði verið í beltum.

Monica Marie Aker, frænka Austins Brasher, sagði í viðtali við People.com að Austin hefði verið að drekka og var hann á leið úr partíi þegar áreksturinn varð.

Feðgarnir, sem báðir bjuggu í Brankston, sem er um 107 kílómetra vestur af Birmingham, voru mjög nánir á meðan þeir voru á lífi, að sögn ættingja þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert