Komin í kassa á leið til Kína

Pandan Bao Bao er komin í kassa og á leið …
Pandan Bao Bao er komin í kassa og á leið til Kína. AFP

Hin þriggja ára gamla risap­and­a Bao Bao sem fædd­ist í dýrag­arðinum í Washingt­on DC er farin til Kína. Ferðalagið tekur 16 klukkustundir. Markmið ferðalagsins er að fá hana til að taka þátt í fjölgunarprógrammi sem allar risapöndur þurfa að taka þátt í. BBC greinir frá

Vonandi gengur þetta vel. Hún er með um 25 kg af bambus með sér og líka annað snakk, segir Lauru Trevelyan við BBC. Flutningsfyrirtækið FedEx flytur Bao Bao á áfangastað. 

For­eldr­ar henn­ar, þau Mei Xiang og Tian Tian, verða eft­ir í dýrag­arðinum í Washingt­on. Þau eru í láni frá dýrag­arðinum í Chengdu í Kína. Eldri bróðir Bao Bao, Tai Shan, fór í sam­bæri­lega ferð árið 2010 þar sem hann hitti kven­kyns pöndu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert