Dæmdur í 30 ára fangelsi

Wikipedia

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi í Taívan fyrir að hafa sprengt rörasprengju í lest í Taipei, höfuðborg landsins, á háannatíma í júlí á síðasta ári með þeim afleiðingum að á þriðja tug farþega særðust. 

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn, Lin Ying-chang, hafi verið sakfelldur fyrir morðtilraun og ólöglega sprengjugerð. Fram kemur í dómskjölum að maðurinn hafi ætlað að framkvæma sjálfsvígsárás og ná sér niðri á samfélaginu með því að myrða óbreytta borgara.

Lin, sem særðist einnig í sprengingunni, á rétt á því að áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvort hann geri það. Hann greindi frá því fyrir dómi að honum hefði gengið illa að finna vinnu eftir að hann greindist með krabbamein og hafi að lokum orðið að búa í bifreið sinni. Þá hafi hann einnig fjarlægst fjölskyldu sína.

Lin taldi fyrir að samfélagið ætti að bera ábyrgð á honum segir í dómskjölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert