Le Pen fyrirmynd kvikmyndapersónu

Leikstjórinn Lucas Belvaux.
Leikstjórinn Lucas Belvaux. AFP

Fátt virðist geta stöðvað sigurför leiðtoga Þjóðfylkingarinnar (Front National - FN), Marine Le Pen, í komandi forsetakosningum í Frakklandi. 

Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að hún liggi undir grun um að hafa svikið út fé af Evrópuþinginu og gerst sek um hatursorðræðu. 

Nýjasta vopnið í baráttunni gegn kjöri hennar er kvikmyndin Chez Nous (Þetta er okkar land) sem verður frumsýnd í Frakklandi dag. Í myndinni, sem er hörð ádeila á innflytjendahatur og á þá sem eru lengst til hægri og berjast gegn Evrópusambandinu, er fjallað um hjúkrunarfræðing sem er í framboði í Nord-Pas-de-Calais héraði fyrir flokk sem nefnist Patriotic Bloc og minnir mjög á FN.

Lítið er gert til þess að fela meginboðskap myndarinnar - að vara við hættunni samfara flokk sem hefur undanfarin ár reynt að fela og breyta ímynd sinni, meðal annars varðandi kynþáttahatur og hatur á gyðingum.

Leikstjóri myndarinnar, Lucas Belvaux, segir í viðtali við tímaritið Telerama að með myndinni vilji hann sýna fólki hvað það þýðir greiði það atkvæði með popúlistaflokkum. Hann segir hins vegar að myndinni sé ekki beint gegn FN heldur slíkum flokkum almennt.

Myndin gerist í smábæ í Norður-Frakklandi þar sem atvinnuleysi og áhrifa af alþjóðavæðingu eru frjór jarðvegur fyrir þjóðernisflokka. Með loforðum um efnahagslega þjóðernishyggju og harðar aðgerðir í garð glæpamanna og innflytjenda hefur Le Pen orðið mjög ágengt meðal hvítra verkamanna líkt og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, segir Belvaux.

Emilie Dequenne fer með aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk einstæðrar tveggja barna móður sem annað föður sinn, verkamann á eftirlaunum sem hingað til hefur kosið Kommúnistaflokkinn. „Þú talar um byltingu. Við ætlum að framkvæma hana,“segir hún í myndinni við hann.

Myndin hefur hlotið misjafna dóma gagnrýnenda en flestir gefa henni tvær til þrjár stjörnur. 

Marine Le Pen, sem tók við formennsku FN af föður sínum árið 2011, nýtur stuðnings yfir 25% kjósenda og er talið að hún fái flest atkvæði í fyrri umferðinni. Kannanir benda til þess að hún muni lúta í lægra haldi í seinni umferðinni þar sem hefðbundnu flokkarnir muni taka sig saman um að tryggja að hún verði ekki næsti forseti Frakklands.

Nánasti ráðgjafi Le Pen, Florian Philippot, segir að myndin sé besta auglýsing sem framboð Le Pen getur fengið. Í myndinni sé verkafólki sýnd algjör lítilsvirðing og skoðunum þeirra. Þetta er annað en Philippot sagði um myndina í síðasta mánuði þegar hann sagði hana hneysli og greinilega ætlað að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Belvaux segir í viðtali við AFP að Le Pen væri ein af nokkrum fyrirmyndum að flokksformanninum í myndinni sem Catherine Jacob leikur. En líkindin með konunum tveimur eru margvísleg. „Myndin segir ekki fólki hvað það á að kjósa,“ segir Belvaux eftir að gagnrýnendur sögðu myndina fátt annað en pólitískur áróður. 

Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert