Lokuðu 16 skólum í mótmælaskyni

Mótmæli í París í Frakklandi.
Mótmæli í París í Frakklandi. AFP

Franska lögreglan beitti táragasi á nemendur sem höfðu lokað fyrir inngang í 16 menntaskóla í París. Þeir mótmæltu ofbeldi lögreglunnar í garð ungs hörundsdökks manns sem sakar lögregluna um að hafa nauðgað sér með kylfu. Fyrr í mánuðinum þurfti lögreglan einnig að beita táragasi sem mótmæltu ofbeldinu og kröfðust „réttlætis fyrir Theo“. BBC greinir frá

Fjórum lögreglumönnum var vikið úr starfi eftir að rannsókn á meintu kynferðisofbeldi hófst. Atvikið átti sér stað 2. febrúar og þurfti fórnarlambið, hinn 22 ára gamli Theo, að gang­ast und­ir skurðaðgerð á endaþarmi eft­ir misþyrm­ing­ar sem hann er sagður hafa sætt er hann var hand­tek­inn af lög­reglu í út­hverf­inu Aulnay-sous-Bois.

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan skólana og höfðu byrgt innganginn með ruslatunnum, spýtnabraki og öðrum lauslegum hlutum. 

Engar fregnir hafa borist um alvarleg meiðsla á fólki. Hins vegar hafa birst myndir á samfélagsmiðlum þar sem átök sjást á milli mótmælenda og óeinkennisklæddrar lögreglu.  

Lögreglan sagði að mótmælendur hefðu ekki farið eftir lögum þar sem ekki hefði verið veitt leyfi fyrir mótmælunum. 

Slökkviliðsmenn slökkva elda sem mótmælendur kveiktu í París í Frakklandi.
Slökkviliðsmenn slökkva elda sem mótmælendur kveiktu í París í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert