Segja stjórnvöld brjóta á transfólki

Aðgerðarsinnar, foreldrar og transnemendur hafa heitið því að berjast gegn ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna salernismála. Þeir segja ákvörðunina vera mannréttindabrot.  

Tekin voru úr gildi sérstök tilmæli sem voru sett af hálfu forsetaembættisins í tíð Baracks Obama um að almenningsskólum væri skylt að leyfa transnemendum að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem þeir kenna sig við.

Innan við helmingur ríkja í Bandaríkjunum bannar mismunun á aðbúnaði fólks í opinberum rýmum  eftir kyni þess. Fjögur ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum leyfa ekki aðgang transfólks að ákveðnum salernum eða virða ekki lög sem leyfa aðganginn.

„Ég er í áfalli út af hlutum sem ég bjóst aldrei við að myndu gerast,“ sagði Lauren Bocketti, móðir hins 10 ára Zach sem býr í New York. Yfirvöld í skóla hans á Long Island hafa alla tíð sýnt þörfum hans skilning.

„Við höfum verið heppin og ég vil að öllum líði þannig,“ sagði hún á blaðamannafundi foreldra á Long Island og transnemenda. Þau hafa bæst í hóp þeirra sem hafa mótmælt ákvörðun bandarískra stjórnvalda harðlega.

„Þetta snýst ekki um val. Hann er sá sem hann er. Hann vissi þegar hann var tveggja ára hver hann væri. Hann er drengur. Hann er drengur sem er fastur í líkama stúlku,“ sagði hún í samtali við AFP-fréttastofuna. 

David Kilmnick (til vinsti), formaður LGBT-samtakanna í New York, ásamt …
David Kilmnick (til vinsti), formaður LGBT-samtakanna í New York, ásamt Lauren Bocketti (til hægri) og trans-syni sínum Zach. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert