29 létust í sjálfsvígsárás

AFP

29 manns, flestir uppreisnarmenn, létust í sjálfsvígsárás skammt frá sýrlenska bænum Al-Bab í morgun. 

Maðurinn var í bifreið hlaðinni sprengiefni í Susian, átta km norðaustur af bænum Al-Bab en uppreisnarmenn náðu bænum á sitt vald í gær með stuðningi frá tyrkneska hernum. Al-Bab var eitt helsta vígi Ríki íslams í norðurhluta Sýrlands og hefur verið barist um bæinn vikum saman. 

Al-Bab er aðeins 25 km suður af landamærum Tyrklands og var síðasti stóri bærinn sem Ríki íslams réð yfir í Aleppo-héraði. 

Tyrkir sendu hermenn inn í Sýrland í ágúst í aðgerð sem þeir segja að beinist ekki aðeins gegn Ríki íslams heldur einnig kúrdískum hersveitum sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert