Berskjölduð fyrir pyntingum

AFP

Áætlun um að draga til baka leitar- og björgunaraðgerðir Evrópusambandsins á hafi úti mun festa tugi þúsunda fólks, sem er berskjaldað fyrir pyntingum og misneytingu, í Líbíu segir Iverna McGowan, framkvæmdastjóri skrifstofu Amnesty International um málefni evrópskra stofnana. Fjallað er um áætlun ESB í tilkynningu frá mannúðarsamtökunum.

AFP

Í aðdraganda leiðtogafundar á Möltu, sem fram fór þann 3. febrúar síðastliðinn, varaði Amnesty International ráðamenn í Evrópu við hættunni á grófum mannréttindabrotum sem fylgja lokun á sjóleið flóttafólks og farandfólks frá Líbýu til álfunnar. Leiðtogafundinum var ætlað að festa í sessi áætlun Evrópusambandsins og Líbíu um fólksflutninga. Áætlunin var fyrst lögð fram í síðasta mánuði af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að takast á við fólksstrauminn yfir mitt Miðjarðarhafið, segir í tilkynningunni.

Lík 74 flóttamanna sem drukknuðu í Miðjarðarhafi á flótta frá …
Lík 74 flóttamanna sem drukknuðu í Miðjarðarhafi á flótta frá Líbýu til Evrópu fyrr í vikunni. AFP

Samkvæmt áætluninni mun sjófloti Evrópusambandsins, Sophia og Triton, fela líbísku strandgæslunni umsjón með leitar-og björgunaraðgerðum á flóttafólki og farandfólki með því að deila upplýsingum um staðsetningu báta þeirra. Þetta auðveldar að hægt sé að stöðva för flóttafólksins og snúa þeim til Líbíu.

„Þessi áætlun, um að draga til baka leitar- og björgunaraðgerðir Evrópusambandsins á hafi úti og hvetja og styrkja á óbeinan hátt líbísku strandgæsluna til að fylla í skarðið, er slæm fyrirætlun um að koma í veg fyrir að flóttafólk og farandfólk komist til Evrópu. Hún mun festa tugi þúsunda fólks, sem er berskjaldað fyrir pyndingum og misneytingu, í landi sem er illa leikið vegna átaka. Þessi áætlun er nýjasta og kaldlyndasta vísbending þess að Evrópuleiðtogar,” er haft efti McGowan, í tilkynningu Amnesty.

AFP

Þar segir jafnfram að væntanlega verði fólk sem stöðvað er af líbísku strandgæslunni fært til baka í varðhaldsmiðstöðvar í Líbíu. Amnesty International hefur skráð geðþóttahandtökur og varðhaldsvist farandfólks og flóttafólks um óákveðinn tíma, auk ómannúðlegra aðstæðna og annarra grófra mannréttindabrota, meðal annars pyndingar og nauðgun.

„ Svipaðar lýsingar á aðstæðum komu fram í skjali þýskra stjórnvalda sem var lekið í síðustu viku. Áætlunin felur ekki í sér viðmið um ábyrgðarskyldu og aðra vernd sem myndi tryggja að Evrópusambandið ýti ekki á beinan hátt undir gróf mannréttindabrot með þessu samstarfi við Líbíu.“

AFP

„Það er hreint út sagt ískyggilegt, í ljósi alvarleika aðstæðna í Líbíu og mannlegra þjáninga flóttafólks og farandfólks þar í landi, að þessi áætlun sé einu sinni á dagskrá. Algjör skortur á áþreifanlegum upplýsingum um endurbúsetu eða vernd fyrir flóttafólk og farandfólk, sem er í rauninni fast í löglausu landi, kemur upp um fyrirlitlegan ásetning þessarar kaldlyndu áætlunar,“ segir Iverna McGowan, ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert