Fái að stunda kynlíf á vinnutíma

Ef tillagan verður samþykkt fá íbúar greitt fyrir að fara …
Ef tillagan verður samþykkt fá íbúar greitt fyrir að fara heim með maka sínum og stunda kynlíf. Ljósmynd/Thinkstock Getty Images

Svíinn Per-Erik Muskos, bæjarfulltrúi í Övertorneå, vill að starfsmenn bæjarins fái að stunda kynlíf á vinnutíma. Hann er viss um að tillaga hans verði samþykkt þegar hún verður tekin fyrir á bæjaráðsfundi eftir rúman mánuð. BBC greinir frá. 

Tillagan hefur vakið talsverða athygli þarlendra fjölmiðla sjá meðal annars hér og hér. Muskos hefur áhyggjur af lækkandi tíðni barnsfæðinga í landinu. Það á við um þennan smábæ sem er í norðurhluta Svíþjóðar og liggur við landamæri Finnlands. Hann segir því þetta vera góða tilraun til að veita fólki tíma aflögu til að stunda kynlíf og fjölga sér. „Við verðum að hugsa um hvert annað. Ef við getum bætt samanband fólks þá er það þess virði,“ segir hann. 

Fólk getur séð um samband sitt sjálft

Hinir 550 starfsmenn bæjarins fá þegar greitt eina klukkustund á viku til að stunda hreyfingu. Ef tillagan verður samþykkt munu þeir einnig fá kost á að eyða tíma með maka sínum. Þeir sem gagnrýna tillögu hans segja að það eigi ekki að tala um kynlíf annarra auk þess geti fólk séð um að bjarga sínu sambandi sjálft. 

Hækkandi meðalaldur

Meðalaldur íbúa í þessum 4.500 manna bæ hefur hækkað stöðugt. „Ungt fólk flytur úr bænum um leið og það fer í skóla,“ segir Muskos og áréttar að tillagan snúist ekki eingöngu um að fá fleiri börn undir heldur einnig til að bæta líf fólks og þá einkum kvenna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert