Vill fækka störfum farandverkamanna

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á …
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á fundi í lok janúar. AFP

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill fækka störfum sem farandverkamenn sinna í landinu svo unnt sé að veita þeim frekar til atvinnulausra og flóttafólks sem býr í landinu. Þetta eru störf sem krefjast lítillar eða engrar menntunar. Hann greindi frá þessum hugmyndir í dag sem verða kynntar frekar á flokksþingi Jafnaðarmanna­flokk­sins sem verður í apríl. Næstu þingkosningar í Svíþjóð verða á næsta ári. 

Á árunum 2014 og 2015 tók Svíþjóð á móti 244 þúsund flóttamönnum, flest allra ríkja innan Evrópu. Svíar eru orðnir tæplega 10 milljónir.  

„Það er ótækt að hafa starfandi farandverkafólk í landinu sem sinnir meðal annars störfum á veitingahúsum þegar við erum með hæft fólk í landinu til þessara starfa,“ segir Löfven og bætir við: „Það fyrsta sem við munum gera er að hvetja alla sem geta unnið til að vinna.“ 

Um 100.000 störf eru laus í Svíþjóð en um 300 þúsund eru atvinnulausir, að sögn Löfven. Árið 2016 voru um 4% Svía á aldrinum 15 til 29 ára annað hvort atvinnulausir eða stunduðu ekki nám, samkvæmt opinberum tölum. Á sama tíma fengu um 12 þúsund manns, frá löndun utan Evrópusambandsins, vinnu í Svíþjóð.  

Sjá frétt Aftobladet hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert