BND njósnaði um erlenda fréttamenn

Fréttamenn að störfum.
Fréttamenn að störfum. AFP

Þýska leyniþjónustan (BND) er sögð hafa njósnað um erlenda fréttamenn, m.a. fréttamenn BBC, Reuters og New York Times. BND er sögð hafa hlerað símtöl, tölvupósta og faxskilaboð. 

Fram kemur á vef BBC, að leyniþjónustan hafi hafið njósnir árið 1999 og hafi m.a. fylgst með mörgum fréttamönnum BBC sem störfuðu í London og Afganistan. Frá þessu er greint í þýska blaðinu Spiegel. 

Talsmaður BBC lýsir yfir vonbrigðum vegna þessa og hefur breska ríkisútvarpið send BND athugasemd en ekki fengið nein viðbrögð. 

Fram kemur í Spiegel að a.m.k. 50 símanúmer alþjóðlegra blaðamanna hafi verið undir eftirliti þýsku leyniþjónustunnar. Von er á frekari upplýsingum um málið í dag að sögn Spiegel, en blaðið segist hafa séð gögn frá þýska þinginu varðandi rannsókn á þátttöku BND í umfangsmiklu rafrænu eftirliti bandarískra yfirvalda, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden átti þátt í að svipta hulunni af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert