Eldur í húsi flóttamanna

Eldur braust út í húsnæði flóttamanna í Svíþjóð í morgun.
Eldur braust út í húsnæði flóttamanna í Svíþjóð í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Að minnsta kosti 20 slösuðust þegar eldur braust út í húsnæði flóttamanna í Vänersborg í Svíþjóð í morgun. Einn er alvarlega slasaður. Að minnsta kosti tveir neyddust til að hoppa út um glugga til að bjarga lífi sínu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús með áverka eftir fallið. BBC greinir frá. 

Eldurinn kviknaði á þriðju hæð hússins og náði slökkviliðið fljótt tökum á eldhafinu. Lögreglan rannsakar eldsupptökin.

Þetta er fjölmennasta athvarfið fyrir flóttamenn í Svíþjóð en þar búa eingöngu karlmenn. Samkvæmt tölum frá árinu 2016 bjuggu um 1.200 manns í húsnæði á þessu svæði. Húsnæðið er eins og fyrr segir í Vänersborg um 80 kílómetra frá Gautaborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert