Fornleifafræðingar lausir úr haldi

Fornleifafræðingunum líður eftir atvikum vel. Frá Nígeríu.
Fornleifafræðingunum líður eftir atvikum vel. Frá Nígeríu. AFP

Tveir þýskir fornleifafræðingar, sem var rænt við störf sín í norðurhluta Nígeríu, eru lausir úr haldi. Þeir eru í þýska sendiráðinu í Nígeríu og líður eftir atvikum vel, að sögn ráðuneytisins. 

Tvímenningarnir voru numdir á brott síðastliðinn miðvikudag þegar þeir voru störf við uppgröft í Kadune. Fólkið starfar á vegum alþjóðlegu fornleifa- og minjastofnunarinnar í Nígeríu og eru einnig við Goethe-háskólann í Frankfurt.   

Nígeríska lögreglan staðfesti að mannræningjarnir hefðu látið þá lausa eftir þrýsting frá lögreglunni. Hins vegar voru engar björgunaraðgerðir og ekkert lausnargjald greitt, að sögn lögreglunnar. Enginn hefur verið handtekinn og rannsakar lögreglan málið.  

Þýskir fjölmiðlar hafa nafngreint mennina og eru þetta Peter Breunig prófessor og samstarfsmaður hans Johannes Behringer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert