Fékk gamla sprengju í trollið

Wikipedia/Jsobral

Sprengjusérfræðingar aftengdu í dag sprengju frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar sem togari fékk í trollið út af austurströnd Portúgals samkvæmt frétt AFP.

Sprengjan vó um 200 kíló og var um 1,6 metrar á lengd. Sprengjan var sprengd neðansjávar á rúmlega 20 metra dýpi. Talið er að sprengjunni hafi verið varpað í sjóinn úr flugvél á stríðsárunum. 

Sprengjur finnast reglulega í Evrópu frá styrjaldarárunum. Við strendur Íslands hefur í gegnum tíðina fundist talsverður fjöldi tundurdufla sem varpað var í hafið á þeim tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert