Kosið um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi

AFP

Greidd verða atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun um ályktun um að sýrlensk stjórnvöld verði beitt refsiaðgerðum vegna notkunar þeirra á efnavopnum.

Fram kemur í frétt AFP að Rússland hafi lýst því yfir að landið muni beita neitunarvaldi sínu sem yrði í sjöunda sinn sem rússnesk stjórnvöld gera slíkt í þágu bandamanna sinna, sýrlenskra stjórnvalda. Atkvæðagreiðslan fer fram klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Álkyktunin er samin af ráðamönnum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og fæli meðal annars í sér að óheimilt væri að selja sýrlenskum stjórnvöldum og sýrlenska hernum eða útvega þeim þyrlur og hliðstæðan búnað. Þar með talda varahluti.

Rússar segja að aðgerðirnar beindust aðeins að sýrlenskum stjórnvöldum en ekki öðrum sem hefðu hugsanlega notað efnavopn í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Þá hefði ekki verið sannað með nægjanlega afgerandi hætti að sýrlensk stjórnvöldum hefðu beitt slíkum vopnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert