Vísað úr landi þrátt fyrir 27 ára hjónaband

AFP

Konu sem hefur verið gift breskum manni í 27 hefur verið vísað þaðan úr landi til Singapúr án viðvörunar. BBC greinir frá þessu.

Irene Clennel var haldið í varðhaldi í Skotlandi frá því í byrjun febrúar en hefur nú verið send úr landi án nokkurrar viðvörunar. Clennel bjó í nágrenni Durham áður en hún var sett í varðvald. Hún á tvo syni og barnabarn og búa þau öll í Bretlandi. Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið við BBC.

Í samtali við BBC segir Clennel að hún hafi verið sett í sendibifreið og ekið út á flugvöll á laugardag. Hún fékk ekki að ræða við lögfræðing sinn né heldur að fá send föt að heiman áður en hún var flutt úr landi.

Eftir að Clennel-hjónin gengu í hjónaband fékk hún ótímabundna heimild til þess að búa í Bretlandi. En allt bendir til þess að það þegar hún dvaldi um tíma í Singapúr til þess að annast aldraða foreldra hafi ógilt ótímabundið dvalarleyfi hennar í Bretlandi. 

Að sögn Clennel reyndi hún ítrekað, bæði í Singapúr og Bretlandi, að sækja aftur um ótakmarkað dvalarleyfi án árangurs.

Frétt BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert