Gagnrýnd fyrir skó í forsetasófanum

Conway í sófanum sem um ræðir.
Conway í sófanum sem um ræðir. AFP

Kellyanne Conway, háttsettur ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur vakið reiði margra eftir að myndir birtust af henni krjúpa á skónum í sófa forsetaskrifstofunnar.

Ljósmyndari AFP náði myndinni, þar sem Conway virðist krjúpa afslöppuð á sófanum á sama tíma og Trump stillir sér upp fyrir myndatöku með stjórnendum þeirra framhalds- og háskóla sem þekktir eru fyrir langa sögu svartra nemenda. 

Á Twitter voru menn snöggir til að húðskamma Conway og segja margir þar að líkamstjáning hennar sé til marks um vanvirðingu. Þá sé háttalagið dæmi um forréttindi hvítra (e. white privilege).

„Conway með skóna uppi í sófa forsetaskrifstofunnar - í samræmi við þá vanvirðingu sem hópur Trumps hefur sýnt,“ tísti einn um myndina.

Einhverjir gagnrýnendanna hafa þó á móti verið sakaðir um karlrembu í hennar garð. Ummæli þeirra einkennist þá af skýrri kynjamismunun.

Umræðuna má sjá ef smellt er á myndina hér að neðan.

Einn notenda Twitter vísar til Vesturálmunnar:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert