Bandaríkjamenn þurfi vegabréfsáritanir

Þegar samþykktin tekur gildi munu Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til ...
Þegar samþykktin tekur gildi munu Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til Evrópusambandsríkja án vegabréfsáritunar. Mynd/AFP

Evrópuþingið hefur samþykkt að binda enda á tvíhliða samning við Bandaríkin um að bandarískir ríkisborgarar geti ferðast án vegabréfsáritunar til landa innan Evrópusambandsins eða Schengen-svæðisins.

Ákvörðunin var samþykkt vegna þess að Bandaríkin hafa ekki uppfyllt skilyrði tvíhliða samnings sem kveður á um að ríkisborgarar allra ríkja innan Evrópusambandsins njóti sömu fríðinda í Bandaríkjunum og geti ferðast þangað án vegabréfsáritunar. Ríkisborgarar fimm Evrópusambandsríkja, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Póllands og Rómaníu, verða enn að fá vegabréfsáritun til að mega ferðast til Bandaríkjanna.

Í samþykkt Evrópuþingsins er kveðið á um að ákvörðunin skuli taka gildi innan tveggja mánaða en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að koma á nýjum lögum til að breytingin verði að veruleika. Samþykktin mun þá gilda í tólf mánuði en bandarískir ríkisborgarar þurfa á tímabilinu að fá vegabréfsáritun hyggist þeir ferðast til Evrópusambandsríkja.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komst að því fyrir um þremur árum að Bandaríkin uppfylltu ekki skuldbindingar sínar vegna tvíhliða samninga um niðurfellingu áritunarskyldu. Framkvæmdastjórnin hafði þó ekkert gert í málinu fram að þessu en vegna samþykktar Evrópuþingsins hefur hún tvo mánuði til að breyta reglunum. Ef framkvæmdastjórnin gerir breytinguna ekki innan tímarammans geta Evrópuþingmenn farið með málið fyrir rétt.

Frétt The Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...