Bandaríkjamenn þurfi vegabréfsáritanir

Þegar samþykktin tekur gildi munu Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til ...
Þegar samþykktin tekur gildi munu Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til Evrópusambandsríkja án vegabréfsáritunar. Mynd/AFP

Evrópuþingið hefur samþykkt að binda enda á tvíhliða samning við Bandaríkin um að bandarískir ríkisborgarar geti ferðast án vegabréfsáritunar til landa innan Evrópusambandsins eða Schengen-svæðisins.

Ákvörðunin var samþykkt vegna þess að Bandaríkin hafa ekki uppfyllt skilyrði tvíhliða samnings sem kveður á um að ríkisborgarar allra ríkja innan Evrópusambandsins njóti sömu fríðinda í Bandaríkjunum og geti ferðast þangað án vegabréfsáritunar. Ríkisborgarar fimm Evrópusambandsríkja, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Póllands og Rómaníu, verða enn að fá vegabréfsáritun til að mega ferðast til Bandaríkjanna.

Í samþykkt Evrópuþingsins er kveðið á um að ákvörðunin skuli taka gildi innan tveggja mánaða en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að koma á nýjum lögum til að breytingin verði að veruleika. Samþykktin mun þá gilda í tólf mánuði en bandarískir ríkisborgarar þurfa á tímabilinu að fá vegabréfsáritun hyggist þeir ferðast til Evrópusambandsríkja.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komst að því fyrir um þremur árum að Bandaríkin uppfylltu ekki skuldbindingar sínar vegna tvíhliða samninga um niðurfellingu áritunarskyldu. Framkvæmdastjórnin hafði þó ekkert gert í málinu fram að þessu en vegna samþykktar Evrópuþingsins hefur hún tvo mánuði til að breyta reglunum. Ef framkvæmdastjórnin gerir breytinguna ekki innan tímarammans geta Evrópuþingmenn farið með málið fyrir rétt.

Frétt The Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...