Flugmaðurinn komst úr vélinni

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið vegna loftárása Sýrlandshers víða í Sýrlandi. …
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið vegna loftárása Sýrlandshers víða í Sýrlandi. Þessi mynd er tekin í Idlib-héraði nýverið. AFP

Flugmaður hjá sýrlenska hernum fannst eftir níu klukkustunda leit í kjölfar þess að flugvél hans hrapaði á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Hann var fluttur á sjúkrahús í Tyrklandi. 

Maðurinn er 56 ára hershöfðingi og náði að koma sér út í fallhlíf er vélin fór að hrapa. 

Flugmaðurinn hlaut töluverð meiðsli, hann er margbrotinn um allan líkamann. 

Mikil viðbúnaður var vegna hraps vélarinnar enda er ástandið á svæðinu eldfimt. Uppreisnarhópur segist hafa skotið vélina niður en hún hafi verið í för með fleiri að gera loftárásir í Idlib-héraði.

Tyrknesk fréttstofa hefur eftir flugmanninum að vél hans hafi verið skotin niður. Hann segir það einnig rétt að hann hafi verið á leið til Idlib til loftárása. 

Meira en 310 þúsund manns hafa látist í stríðinu í Sýrlandi sem hófst fyrir sex árum. Milljónir eru á flótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert