Lánið beint aftur til AGS

Frá Úkraínu.
Frá Úkraínu. AFP

Roman Shpek, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja í Úkraínu, segir nýtt lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins munu rata aftur í vasa sjóðsins í stað ríkiskassans.

AGS tilkynnti um helgina að náðst hefði bráðabirgðasamkomulag um milljarðs dala lán til Úkraínu á fyrri hluta þessa árs. Þá var tilkynnt að stjórnvöldum yrði hlíft við því að hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.

Shpek segir lánið hins vegar munu duga til lítils annars en að endurfjármagna eldri skuldir við AGS, eða 850 milljónir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið hikandi við lánagreiðslur til Úkraínu vegna andstöðu þarlendra stjórnvalda við að grípa til erfiðra aðhaldsaðgerða. Sjóðurinn hefur aðeins greitt út 7,3 milljarða dala af 17,5 milljarða lánapakka sem samið var um árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert