Transréttindamál aftur til undirréttar

Mál Gavin Grimm verður nú aftur tekið fyrir í undirrétti.
Mál Gavin Grimm verður nú aftur tekið fyrir í undirrétti. mbl.is/ÞÖK

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað máli er varðar réttindi transfólks aftur til undirdómstóls í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Donald Trump að fella úr gildi viðmiðunarreglur um baðherbergisnotkun transfólks í skólum á vegum ríkisins.

Málflutningur í máli Gavin Grimm, transstráks frá Virginíu, átti að hefjast 28. mars en málið fer nú, sem fyrr segir, aftur til undirréttar.

Fyrrnefndar viðmiðunarreglur sem settar voru í stjórnartíð Barack Obama kváðu á um að skólarnir ættu að heimila nemendum að velja salerni eftir kynvitund.

Nýjar reglur Trump-stjórnarinnar setja það hins vegar í hendur einstakra skóla og skólayfirvalda að ákveða hvort transnemar fá að velja annað salerni en samræmist því kyni sem tiltekið er á fæðingarvottorði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert