Í hættu eftir að hafa aðstoðað Snowden

Nadeeka og Supun Thilina Kellapatha og sonur þeirra Danath skutu …
Nadeeka og Supun Thilina Kellapatha og sonur þeirra Danath skutu skjólshúsi yfir Snowden á sínum tíma og nú eru þau í lífshættu. AFP

Flóttamenn sem skutu skjólhúsi yfir bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden í Hong Kong hafa sótt um hæli í Kanada. Lögmenn þeirra segja þau í lífshættu fyrir að hafa veitt Snowden aðstoð árið 2013.

Fólkið, sem er frá Sri Lanka og er örsnautt, faldi Snowden á heimili sínu þegar hann flúði frá Bandaríkjunum til borgarinnar í kjölfar birtingar á leyniskjölum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Fyrst var greint frá þætti þeirra í fyrra og segja lögmenn þeirra að þau séu í hættu í Hong Kong. 

Fólkið segir að þau hafi ítrekað verið yfirheyrð vegna tengsla sinna við Snowden af yfirvöldum í Hong Kong. Jafnframt sæki leyniþjónusta Sri Lanka einnig fast að þeim og hefur sent fulltrúa sína til Hong Kong. 

Kanadíski lögmaðurinn Marc-Andre Seguin segir að þetta sé spurning um líf eða dauða en hann er í hópi lögmanna sem reynir að vekja athygli á stöðu fólksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert