Hafði engan áhuga á drottningunni

Litli drengurinn vildi líklega komast til að leika sér í …
Litli drengurinn vildi líklega komast til að leika sér í stað þess að heilsa drottningunni. Skjáskot/CNN

Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær að hitta drottninguna. Og flestir reyna að haga sér mjög vel við það tilefni. En þegar maður er bara nokkurra ára þá skiptir ekki máli hvort maður er að hitta drottningu eða prest, ef þannig liggur á manni.

Er Elísabet drottning kom til að afhjúpa minnismerki um breska hermenn sem hafa fallið í Írak og Afganistan í London í vikunni var lítill drengur mættur til athafnarinnar er hafði það hlutverk að færa henni blóm. Hann var hins vegar ekki í sem bestu skapi og hafði ekki nokkurn áhuga í fyrstu á að horfa á drottninguna og hvað þá að heilsa henni heldur ólmaðist um í fangi hermanns sem hélt á honum.

Líklega hefur sá stutti þurft að bíða lengi eftir komu drottningar og verið orðinn frekar þreyttur. Drottningin virtist taka þetta nokkuð nærri sér en þegar drengnum var loks fenginn blómvöndur til að rétta henni lyftist á honum brúnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert