2016 versta ár stríðsins

Frá Bab Kinnisrin-hverfinu í Aleppo.
Frá Bab Kinnisrin-hverfinu í Aleppo. AFP

Nýliðið ár er það versta fyrir sýrlensk börn frá því stríð braust út í landinu árið 2011. Aldrei hafa jafnmörg börn dáið þar og í fyrra, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,Unicef. 

Shaar-hverfið í Aleppo.
Shaar-hverfið í Aleppo. AFP

Að minnsta kosti 652 börn létust, þar af 255 í skólanum eða við skóla. Þetta er aukning um 20% á milli ára, segir í skýrslunni. Hér er aðeins fjallað um börn sem staðfest hefur verið formlega að hafi látist. Unicef segir að þau geti verið mun fleiri. Jafnframt hafi 850 börn gengið til liðs við hersveitir á árinu. Það eru tvöfalt fleiri barnahermenn en árið á undan. Mörg þeirra eru send í fremstu víglínu, taka þátt í aftökum og fremja sjálfsvígsárásir.

Flóttafólk í Þessalónikíu.
Flóttafólk í Þessalónikíu. AFP

Geert Cappalaere, svæðisstjóri Unicef í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir þjáningar barna ólýsanlegar. Á hverjum degi standi sýrlensk börn frammi fyrir árásum, lífi þeirra hafi bókstaflega verið snúið á hvolf.

Kastal al-Harami-hverfið í Aleppo.
Kastal al-Harami-hverfið í Aleppo. AFP

Sex milljónir barna þurfa að reiða sig á mannúðaraðstoð vegna stríðsins sem hefur geisað í sex ár. 2,3 milljónir hafa flúið land en enn eru 2,8 milljónir barna lokuð inni á svæðum sem erfitt er að ná til.

Frétt BBC

Fréttatilkynning Unicef

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert