Helmingur læknanna flúið Sýrland

Læknar í Sýrlandi.
Læknar í Sýrlandi. AFP

Fleiri en 800 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist vegna stríðsglæpa í Sýrlandi síðan árið 2011, í sprengjuárásum á sjúkrahús, skotárásum, pyntingum og aftökum sem einkum hafa verið framdar af herliði ríkisstjórnarinnar.

Þetta kemur fram í greiningu sem birt er í virta læknisfræðiritinu The Lancet. Segir þar að sýrlenska ríkisstjórnin og bandamaður hennar, Rússland, hafi breytt neitun um heilbrigðisþjónustu í stríðsvopn.

Þessi „vopnvæðing“ heilbrigðisþjónustu, segir í skýrslunni, „hefur valdið dauða hundruða starfsmanna í heilbrigðiskerfinu, pyntingum og fangelsunum hundruða í viðbót og árásum á hundruð húsakynna heilbrigðisþjónustu.“

Um 15.000 læknar hafa flúið landið síðan styrjöldin hófst, eða um helmingur þeirra sem í landinu voru þar áður. Hundruð þúsunda borgara eru því án grunnheilbrigðisþjónustu.

„Alþjóðasamfélagið hefur látið þessum brotum á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum að miklu leyti ósvarað,“ segja höfundar skýrslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert