Pyntingarklefinn Sýrland

Stúlka sem býr í Aleppo.
Stúlka sem býr í Aleppo. AFP

Sýrland er orðið að einum stórum pyntingarklefa, staður sem hrottafengið ofbeldi og algjört óréttlæti ræður ríkjum, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra’ad al-Hussein. Í dag eru sex ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst og er þess meðal annars minnst með samstöðufundi á Austurvelli í dag klukkan 17:30. 

Veruleiki sem blasir við sýrlenskum börnum daglega.
Veruleiki sem blasir við sýrlenskum börnum daglega. AFP

Jafnframt standa Íslandsdeild Amnesty International, Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands  að málþingi um stöðu flóttamannamála í Evrópu og á Íslandi, í Öskju í Háskóla Íslands, stofu 132, frá kl. 12.00 til 13.00. 

Kanadíski lögfræðingurinn Anna Shea og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi munu þar fjalla um stöðu flóttamanna á Íslandi og annars staðar í Evrópu.

Karm al-Jabal hverfið í Aleppo.
Karm al-Jabal hverfið í Aleppo. AFP

Zeid Ra’ad al-Hussein biðlaði til stríðandi fylkinga í Sýrlandi um að tugir þúsunda fanga yrðu látnir lausir og þeir sem standa á bak við pyntingar á föngum verði látnir svara til saka, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær.

Sýrlendingar sem hafa setið í fangelsi í heimalandinu gáfu vitnisburð fyrir Mannréttindaráðinu í gær. Þar lýstu þeir eigin kvölum og áhyggjum af velferð karla, kvenna og barna sem enn eru í haldi í fangelsum á vegum ríkisstjórnar landsins eða vígasamtaka eins og al-Nusra og Ríkis íslams.

AFP

Að sögn al-Hussein er gríðarlega mikilvægt að sannleikanum sé haldið til haga og upplýst um hann opinberlega.

Á fundinum í gær bað hann stríðandi fylkingar í Sýrlandi að hætta pyntingum og aftökum. Eins að láta fanga lausa eða að minnsta kosti að upplýsa fjölskyldur þeirra um afdrif þeirra.

Sendinefnd sýrlensku ríkisstjórnarinnar mætti ekki á fundinn í gær en neitar ásökunum um kerfisbundnar pyntingar. Sendinefnd rússneskra yfirvalda mætti hins vegar á fundinn og sögðu umræðuna eyðslu á dýrmætum tíma. 

Adnan missti báða fætur í loftárás árið 2014 þegar hann …
Adnan missti báða fætur í loftárás árið 2014 þegar hann var að koma úr skólanum. AFP

Noura Al-Ameer, fyrrverandi fangi og aðgerðarsinni, vísaði í mál Ranya, konu sem var handtekin árið 2012 ásamt sex börnum. Þeirra er allra enn saknað.

„Margar aðrar konur eru í haldi ásamt börnum sínum. Þeim er haldið í stöðum sem eru ekki einu sinni boðlegir skepnum en eru taldir nægjanlega góðir fyrir börn,“ segir al-Ameer.

AFP

Paulo Pinheiro, formaður rannsóknarnefndar á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um skýrslu sem unnin var á vegum nefndarinnar en niðurstaða hennar er að stjórnvöld í Sýrlandi hafi gerst sek um glæpi gegn mannkyninu í fangelsum landsins.

„Þaggað hefur verið niður í allt of mörgum með því að láta þá hverfa, hneppa þá í varðhald eða þeir drepnir,“ segir Pinheiro.

AFP

Bæði al-Hussein og Pinheiro segjast styðja það að SÞ safni saman sönnunargögnum og undirbúi saksókn gegn þeim sem hafa gerst sekir um glæpi gagnvart mannkyninu og stríðsglæpi í Sýrlandi. Hvort heldur sem settur yrði á laggirnar sérstakur alþjóðlegur dómstóll eða innanlands. 

Stjórnvöld í Sýrlandi bera ábyrgð á fangelsun 87% þeirra sem eru í haldi í Sýrlandi, segir yfirmaður mannréttindasamtakanna (Syrian Network for Human Rights), Fadel Abdul Ghani.

Ghani segir að enginn komst með tærnar þar sem stjórnvöld eru með hælana hvað varðar fangelsun almennra borgara. Tæplega 92 þúsund fangar eru í fangelsum stjórnvalda þar sem hrottalegar pyntingar eiga sér stað.

AFP

Lögfræðingurinn Mazen Darwish sem var látinn laus árið 2015 eftir þriggja ára vist í fangelsi, er ósáttur við lítil viðbrögð alþjóðasamfélagsins.

„Við erum að tala um að fólki er slátrað daglega í sex ár. Hvers vegna erum við hér? Í dag eru konur, karlar, börn, saklaust fólk sem er pyntað til dauða. Það er afar furðulegt að miðað við öll sönnunargögnum skili ekkert vera að gert.“ 

AFP

Zeid Ra’ad al-Hussein, segir að stríðið í Sýrlandi sé skelfilegustu hamfarar af mannavöldum sem heimurinn hafi staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. 

Í gær var birt skýrsla SÞ þar sem flugher Sýrlands er sakaður um stríðsglæpi þegar vatnsuppspretta 5,5 milljón íbúaDamaskus og nágrennis voru skilin eftir án vatns þar sem herinn gerði loftárásir á  vatnsuppsprettuna í desember í fyrra. Skýrslan nær yfir tímabilið 21. júlí 2016 til 28. febrúar 2017. 

Bærinn Ain al-Fijeh á Wadi Barada svæðinu fyrir utan Damaskus.
Bærinn Ain al-Fijeh á Wadi Barada svæðinu fyrir utan Damaskus. AFP

Jafnframt hafi flugherinn framið stríðsglæpi þegar gerð var loftárás á fimm skólabyggingar í Haas í Idlib-héraði í október 2016. Af 36 almennum borgurum sem létust í árásinni var 21 barn.

Umfjöllun mbl.is um Sýrland

Sjúkrahús í Idlib.
Sjúkrahús í Idlib. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert