Eftirlýstir af Interpol

Ríkislögreglustjóri Malasíu, Khalid Abu Bakar, ræddi við fjölmiðla í dag.
Ríkislögreglustjóri Malasíu, Khalid Abu Bakar, ræddi við fjölmiðla í dag. AFP

Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur fjórum Norður-Kóreubúum sem yfirvöld í Malasíu vilja yfirheyra í tengslum við morðið á Kim Jong-Nam. Ríkislögreglustjóri Malasíu hefur staðfest þetta en eins vill lögreglan ná tali af sjö Norður-Kóreubúum til viðbótar. Fjórir þeirra yfirgáfu Malasíu sama dag og Kim var myrtur með VX-taugagasi  á flugvellinum í Kuala Lumpur 13. febrúar.

Kim Jong-Nam er hálfbróðir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, og var hann myrtur af tveimur konum sem struku andlit hans með klút á flugvellinum.

Þær hafa verið ákærðar fyrir morð og eiga dauðarefsingu yfir höfði sér. Fjórmenningarnir sem yfirgáfu landið sama dag eru taldir hafa farið til Pyongyang en hinir þrír haldi til í sendiráði N-Kóreu í Kuala Lumpur.

Khalid Abu Bakar, ríkislögreglustjóri Malasíu, segir að gefin hafi verið út rauð viðvörun af Interpol sem þýðir að ríki sem eiga aðild að Interpol fá sendar upplýsingar um viðkomandi og geta handtekið þá og framselt. Norður-Kórea á ekki aðild að Interpol. 

Mennirnir heita Hong Song Hak, Ri Ji Hyon, O Jong Gil og Ri Jae Nam. Þeir eru á aldrinum 32-66 ára. 

HONG, SONG HAK
HONG, SONG HAK Interpol
O, JONG GIL
O, JONG GIL Interpol
RI, JAE NAM
RI, JAE NAM Interpol
RI, JI HYON
RI, JI HYON Interpol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert