Sjóræningjarnir afhentu olíuskipið

Anupama Sanjeewani, ættingi eins gíslanna.
Anupama Sanjeewani, ættingi eins gíslanna. AFP

Sómalskir sjóræningjar hafa afhent olíuflutningaskip og átta gísla sem þeir tóku við ránið, aðeins nokkrum dögum eftir að þeir náðu skipinu á sitt vald. 

„Lögreglulið Puntlands frelsaði skipið. Þeir gerðu sjóræningjunum tilboð sem þeir gátu ekki hafnað og þeir hafa yfirgefið skipið,“ segir John Steed, fyrrverandi liðsforingi breska hersins sem starfar nú sem samningamaður við sjóræningja í Sómalíu.

Fyrr í dag hótaði landhelgisgæsla Puntlands að beita valdi gegn sjóræningjunum ef samningaviðræðurnar myndu mistakast.

Skipið var á leið til hafnarborgarinnar Bossaso í hinu hálfsjálfstæða Puntlandi, á norðausturodda Sómalíu, áður en sjórnæningjarnir tóku stjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert