Einstakar dýramyndir

Náttúruleg heimkynni þessa smávaxna kattardýrs eru í Mið- og Suður-Ameríku. …
Náttúruleg heimkynni þessa smávaxna kattardýrs eru í Mið- og Suður-Ameríku. Það var fórnarlamb smyglara en starfsmönnum dýraathvarfs tókst að bjarga því. Það mun dvelja í athvarfinu um hríð en markmiðið er að sleppa því svo aftur út í náttúruna þegar það hefur náð sér. AFP

Við erum ekki ein hér á jörð, þó að stundum láti nú mannskepnan þannig. Plánetan okkar iðar af margvíslegu lífi sem á þó oft undir högg að sækja vegna mannanna verka.

Í kyrrðinni á sléttum Afríku, í fjöllum þessarar náttúruperlu, við stöðuvötnin og strendurnar er fjölskrúðugt dýralíf sem einstakt er að fylgjast með. Snemma á morgnana koma stór spendýr í hópum að vatnsbólunum og hefja svo daginn undir heitri Afríkusólinni. Önnur renna sér út í árnar og vötnin og hefja leit dagsins að æti. Þannig er hver dagur öðrum líkur en þó svo einstakur.

Lífsbaráttan getur verið hörð, ekki síst vegna veiðiþjófa sem herja á margar tegundir stórra spendýra álfunnar. Þá eru þessar skepnur stundum fangaðar og ræktaðar í Evrópu og Bandaríkjunum, til þess eins að vera til sýnis. Gagnrýni á dýragarða verður sífellt háværari enda koma reglulega upp tilfelli þar sem slík fyrirtæki verða uppvís að níði og vanrækslu. 

Hér að neðan má sjá myndir af dýrum. Sum þeirra hafa aldrei notið frelsis. Önnur hafa notið þeirra sjálfsögðu réttinda og auðgað þannig lífríkið okkar.

Gravy-sebrahestur í Kenía.
Gravy-sebrahestur í Kenía. AFP
Krókódíll í San Salvador í El Salvador. Dýrið dvelur í …
Krókódíll í San Salvador í El Salvador. Dýrið dvelur í dýraathvarfi þar sem hlúð er að því. Hann var kominn í hendur smyglara en var bjargað og mun fara aftur út í náttúruna innan skamms. AFP
Páfagauksungar í athvarfi í El Salvador. Þeir munu vonandi geta …
Páfagauksungar í athvarfi í El Salvador. Þeir munu vonandi geta notið frelsisins aftur innan skamms. AFP
Sebrahestar við vatnsból í Tsavo-þjóðgarðinum í Kenía.
Sebrahestar við vatnsból í Tsavo-þjóðgarðinum í Kenía. AFP
Samhjálp. Fugl situr á buffaló í þjóðgarði í Kenía. Fuglinn …
Samhjálp. Fugl situr á buffaló í þjóðgarði í Kenía. Fuglinn étur pöddur af buffalónum og þannig fæst ávinningur fyrir báða. AFP
Antílópur hvíla sig í þjóðgarði í Kenía. Það er gott …
Antílópur hvíla sig í þjóðgarði í Kenía. Það er gott að leggjast niður upp á hæðinni til að geta fylgst með því er rándýr nálgast. AFP
Fílsungi fær skjól hjá mömmu í hjörðinni þeirra í Kenía.
Fílsungi fær skjól hjá mömmu í hjörðinni þeirra í Kenía. AFP
Flamingóar eru tignarlegir fuglar. Hér eru þeir saman komnir við …
Flamingóar eru tignarlegir fuglar. Hér eru þeir saman komnir við vatn í Dubai. AFP
Skjaldbökur éta jarðarber í Singapúr.
Skjaldbökur éta jarðarber í Singapúr. AFP
Tamarin-api hrópar á félaga sína úr tré í dýragarði í …
Tamarin-api hrópar á félaga sína úr tré í dýragarði í Singapúr. AFP
Hún heitir Petra og er kóalabjörn. Kóalabirnir eru meðal þeirra …
Hún heitir Petra og er kóalabjörn. Kóalabirnir eru meðal þeirra fjölmörgu dýrategunda sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga. Í nýrri skýrslu kemur fram að um helmingur allra landdýra sem eru í útrýmingarhættu hafi skaðast af völdum loftslagsbreytinga. Það eru mun fleiri dýr en áður var talið. Rannsóknin var birt í vísindatímaritinu Nature Climate Change í febrúar. AFP
Kóngulóarapi sem er undir verndarvæng starfsmanna dýraathvarfs í El Salvador …
Kóngulóarapi sem er undir verndarvæng starfsmanna dýraathvarfs í El Salvador eftir að hafa verið bjargað úr klóm smyglara. AFP
Gíraffar eru einstaklega áhugaverð dýr. Þessi býr í norðurhluta Kenía. …
Gíraffar eru einstaklega áhugaverð dýr. Þessi býr í norðurhluta Kenía. Þurrkar hafa þar hrjáð dýr og menn upp á síðkastið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert