George Osborne verður ritstjóri

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands. AFP

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, verður næsti ritstjóri breska dagblaðsins London Evening Standard. Eigandi blaðsins, Evgeny Lebedev, greindi frá ráðningunni á Twitter í morgun en fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Þar segir að búist sé við að Osborne taki við sem ritstjóri í maí af Sarah Sands sem hefur ráðið sig til breska ríkisútvarpsins BBC. Osborne hyggst gegna áfram þingmennsku samhliða ritstjórastarfinu að því er segir í fréttinni. Ennfremur er haft eftir heimildarmanni hjá London Evening Standard að starfsfólki blaðsins hafi brugðið við fréttirnar.

Osborne lét af embætti fjármálaráðherra í kjölfar þjóðaratkvæðisins síðasta sumar um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann studdi áframhaldandi aðild að sambandinu en meirihluti kjósenda var á annarri skoðun. Eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tók við embætti í kjölfar atkvæðagreiðslunnar lét hún Osborne taka pokann sinn.

Ráðherrann fyrrverandi hafði áður tekið að sér hlutastarf sem ráðgjafi hjá stærsta fjárfestingafélagi heimsins, Blackrock.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...