Hernaðaraðgerðir gegn N-Kóreu möguleiki

Rex Tillerson í þorpinu Panmunjon þar sem landamæri Norður- og …
Rex Tillerson í þorpinu Panmunjon þar sem landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru. AFP

Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Norður-Kóreu eru „möguleiki sem er uppi á borðinu“, að sögn Rex Tillersson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Þetta sagði hann eftir að hafa heimsótt herlaust svæði sem skiptir Suður- og Norður-Kóreu í tvo hluta.

„Vissulega viljum við ekki að hernaðarátök verði,“ sagði hann við blaðamenn en bætti við: „Ef þeir auka hættuna vegna vopnaáætlunar sinnar það mikið að við teljum að bregðast þurfi við, þá er sá möguleiki uppi á borðinu,“ sagði Tillerson.

Hann sagði einnig að þolinmæðin í garð Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna landsins væri ekki lengur til staðar.

„Þolinmæðin í hernaðarstefnunni er á enda runnin,“ sagði Tillerson á blaðamannafundi.

„Við erum að skoða nýja leið með tilliti til samninga, öryggis- og efnahagsmála. Allir möguleikar eru uppi á borðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert