Heyrði Trump ekki í ljósmyndurunum?

Merkel og Trump á forsetaskrifstofu Hvíta hússins.
Merkel og Trump á forsetaskrifstofu Hvíta hússins. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist neita Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um handaband þegar myndataka af þeim fór fram á forsetaskrifstofu Hvíta hússins.

Sjá má á meðfylgjandi myndskeiði hvar ljósmyndarar óska eftir handabandi leiðtoganna á milli, en slíkt er venjulegt við myndatökur sem þessar. Þá virðist Merkel sömuleiðis búast við handabandi.

Svo virðist þó sem Trump láti beiðnirnar sem vind um eyru þjóta, hvort sem það hafi verið viljandi eður ei.

Trump og Merkel munu á fundi sínum hafa rætt um að efla Atlantshafsbandalagið, baráttuna við Ríki íslams og lausn átakanna í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Mercedes Benz SLK 230 árg. 1997
Mercedes Benz SLK 230 árg. 1997 Ekinn 80 þús km. Beinskiptur. Uppl. í s. 820107....
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...