Heyrði Trump ekki í ljósmyndurunum?

Merkel og Trump á forsetaskrifstofu Hvíta hússins.
Merkel og Trump á forsetaskrifstofu Hvíta hússins. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist neita Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um handaband þegar myndataka af þeim fór fram á forsetaskrifstofu Hvíta hússins.

Sjá má á meðfylgjandi myndskeiði hvar ljósmyndarar óska eftir handabandi leiðtoganna á milli, en slíkt er venjulegt við myndatökur sem þessar. Þá virðist Merkel sömuleiðis búast við handabandi.

Svo virðist þó sem Trump láti beiðnirnar sem vind um eyru þjóta, hvort sem það hafi verið viljandi eður ei.

Trump og Merkel munu á fundi sínum hafa rætt um að efla Atlantshafsbandalagið, baráttuna við Ríki íslams og lausn átakanna í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...