Reiði vegna dráps á hundi

Leitarhundur að störfum á flugvelli í Þýskalandi.
Leitarhundur að störfum á flugvelli í Þýskalandi. AFP

Mikil reiði ríkir meðal almennings á Nýja-Sjálandi eftir að lögreglumaður skaut hund til bana á flugvellinum í Auckland. Hundurinn, sem starfaði við öryggiseftirlit á flugvellinum, hafði sloppið laus og hljóp laus á vellinum.

Yfirvöld segja að hundurinn, sem hét Grizz, hafi verið skotinn þar sem vonlaust hafi verið að ná honum. Starfsmaður á flugvellinum segir að ákvörðun um að drepa hundinn hafi verið neyðarráðstöfun en atvikið kostaði miklar tafir á öllu flugi um völlinn.

Þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda er almenningur á öðru máli og spyr fólk hvort ekki hafi mátt skjóta hann frekar með deyfilyfi.

Grizz var 10 mánaða gamall og var í þjálfun á flugvellinum, segir í fréttum BBC og Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert