Gíslataka í Gvatemala

Lögreglan ásamt hópi fanganna í fangelsinu.
Lögreglan ásamt hópi fanganna í fangelsinu. AFP

Tveir verðir voru drepnir og fjórir til viðbótar teknir í gíslingu þegar uppþot brutust út í fangelsi fyrir afbrotaungmenni  í Gvatemala.

Liðsmenn í glæpagengjum sem eru í haldi í fangelsinu stóðu á bak við uppþotin, sem urðu í bænum San Jose Pinula.

Innan við tvær vikur eru liðnar síðan 40 unglingsstúlkur dóu í eldsvoða á ungmennaheimili skammt frá.

Talsmaður lögreglunnar segir að verðirnir fjórir séu í gíslingu.

Samningaviðræður um að sleppa vörðunum lausum runnu út í sandinn eftir að þess var krafist að 250 liðsmenn glæpagengja sneru aftur í fangelsið eftir að þeir höfðu verið sendir þaðan í burtu.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert