Margdæmdur og dópaður

Frakki sem var skotinn til bana á Orly-flugvelli í París á laugardag eftir að hafa ráðist á hermann og gripið í byssu hans var undir áhrifum áfengis og eiturlyfja. Rannsakað er hvort árásin hafi verið skipulögð eða hvatvísi.

Ziyed Ben Belgacem, 39 ára, er fæddur í Frakklandi en foreldrar hans koma frá Túnis. Bæði lögregla og leyniþjónusta þekktu til hans en hann var grunaður um að tengjast öfgafullum íslömskum samtökum eftir fangelsisdvöl undanfarin ár. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin, var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2001 fyrir vopnað rán og aftur 2009 fyrir fíkniefnaviðskipti. 

Saksóknari í París, Francois Molins, segir að Ben Belgacem hafi fyrir nokkrum árum sýnt merki um að hafa öfgavæðst í fangelsi. Hann hafi ítrekað lent í slagsmálum og átökum og orðið ofbeldisfyllri með árunum.

Faðir Ben Belgacem hélt því fram um helgina að hann væri ekki hryðjuverkamaður heldur hafi hann verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Niðurstaða eiturefnarannsóknar staðfestir að hann hafði neytt áfengis, kannabis og kókaíns.

Bróðir Ben Belgacem og frændi voru látnir lausir í gær eftir yfirheyrslur og faðir hans á laugardag. Allir þrír mættu af fúsum og frjálsum vilja til lögreglu. Á heimili Ben Belgacem í Garges-les-Gonesse, úthverfi Parísar, fann lögreglan sveðju og nokkur grömm af kókaíni. Nágrannar segja að hann hafi haft lítil samskipti við aðra í hverfinu.

Gerði dálítið heimskulegt

Ben Belgacem var á bar með frænda sínum á föstudagskvöldinu. Lögreglan stöðvaði hann undir stýri klukkan 6:55 á laugardagsmorgninum í Garges-les-Gonesse. Svaraði hann með því að draga upp byssu og skjóta lögreglumann og særa lítillega áður en hann flúði af vettvangi. Skömmu síðar hafði hann samband við ættingja og sagðist hafa gert „dálítið heimskulegt“. 

Hann hélt síðan suður á bóginn þar sem hann stal bíl í Vitry-sur-Seine-hverfinu, um það bil 10 km frá Orly-flugvelli. Þar réðst hann einnig inn á barinn sem hann hafði verið á um nóttina, hótaði viðskiptavinum og skaut út í loftið.

Klukkan 8:22 kom hann inn í brottfararsalinn á Orly-flugvelli þar sem hann greip í hermann (konu) sem var þar ásamt tveimur starfsbræðrum sínum. Beindi hann byssu sinni að henni, að sögn Molins. „Leggðu frá þér byssuna, hendur á höfuð. Ég er hér til þess að deyja fyrir Allah. Fólk mun deyja hér,“ sagði Ben Belgacem við hermennina. 

Hann reyndi að ná byssunni af hermanninum og tókst það eftir nokkrar tilraunir. Hún fór niður á hnén og skutu félagar hennar Belgacem en hann reyndi að nota hana sem skjöld. Í bakpoka hans fannst bensínbrúsi en eins var hann vopnaður 9 mm skammbyssu. Hann var með 750 evrur á sér, eintak af kóraninum, sígarettupakka og kveikjara.

Aflýsta þurfti öllu farþegaflugi um Orly-flugvöll á laugardag vegna þessa en í gærmorgun var flugumferð um flugvöllinn komin í eðlilegt horf. 

Frétt mbl.is: Bað aldrei og drakk

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Datamax I-Class 4212e Mark II prentari
Datamax I- Class MARK II er sérstaklega öflugur og hraðvirkur miðaprentari sem...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Sumarhús í Biskupstungum- lausar helgar..
Falleg sumarhús til leigu í vetur, um helgar og virka. Leiksvæði, heitur pottur...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur ...
Anr17030235 styrkur
Styrkir
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, bin...
Lögfræðingar
Sérfræðistörf
LÖGFRÆÐINGAR LAUSAR STÖÐUR HJÁ PERSÓNU...