Segir engar sannanir fyrir leynimakki

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump segir að ekkert hafi breyst eftir að greint var frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, væri að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

„Það eru engar sannanir fyrir leynimakki á milli Trump og Rússlands og það eru engar sannanir fyrir neinu hneyksli í tengslum við Trump og Rússa,“ sagði háttsettur embættismaður í yfirlýsingu.

James Comey, yfirmaður FBI, staðfesti í fyrsta sinn í dag að stofnunin væri að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegt leynimakk með Rússum meðan á kosningaherferð Trump stóð.

Comey vísaði einnig á bug fullyrðingu Trump um að forveri hans í embætti forseta, Barack Obama, hefði látið hlera Trump Tower-bygginguna í New York. Sagði Comey að engar sannanir væru fyrir hendi hjá FBI og dómsmálaráðuneytinu til að styðja fullyrðinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert