Tuttugu nemar létust við foss

Kintampo-fossarnir eru vinsæll ferðamannastaður. Þar voru unglingarnir að synda er …
Kintampo-fossarnir eru vinsæll ferðamannastaður. Þar voru unglingarnir að synda er tré féllu. Af Wikipedia

Tuttugu menntaskólanemar létust er tré féll ofan á þá þar sem þeir voru að synda í á í óveðri í Gana. Slysið átti sér stað síðdegis í gær. Hópurinn var að synda við Kintampo-fossana sem er vinsæll ferðamannastaður í Brong-Ahafo.

Talsmaður slökkviliðsins segir að óveður hafi orðið til þess að tré rifnuðu upp með rótum og féllu ofan í ána þar sem táningarnir voru að synda. 

Átján létust á staðnum en tveir létust á sjúkrahúsi. Ellefu til viðbótar þurftu á læknishjálp að halda eftir slysið, þeirra á meðal starfsmaður skólans sem var með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert