4 ára bjargaði móður sinni

Lögreglan vill hvetja foreldra til að kenna börnum sínum að …
Lögreglan vill hvetja foreldra til að kenna börnum sínum að hringja í Neyðarlínuna. AFP

Fjögurra ára breskur drengur bjargaði lífi móður sinnar með því að hringja í Neyðarlínuna. Hann notaði þumalfingur meðvitundarlausrar móðurinnar til að opna iPhone-síma hennar og hringja á hjálp. Hann bað svo Siri, rafrænt leiðbeiningarforrit, um að hringja á Neyðarlínuna. 

Atvikið átti sér stað þann 7. mars. 

Breska lögreglan hefur birt samtal starfsmanns Neyðarlínunnar við drenginn í heild. Upptöku af samtalinu má hlusta á hér að neðan en íslensk þýðing á því fer hér strax á eftir:

Starfsmaður neyðarlínu (SN): Halló, lögreglan. Hvernig get ég aðstoðað?

Drengurinn: Hæ, ég heiti Roman.

SN: Ok, hvar er mamma þín?

Roman: Heima líka.

SN: Getur þú gert mér greiða? Getur þú sótt mömmu?

Roman: Við getum það ekki. Hún er dáin.

SN: Þú sagðir að mamma væri þarna, hvað meinarðu að hún sé dáin?

Roman: Ég meina að hún er með lokuð augun og hún andar ekki.

SN: Skil, svo veistu hvar þú átt heima?

Roman: [Segir heimilisfang sitt].

SN: Getur þú farið til mömmu og hrist hana?

Roman: Hún vaknar ekki.

SN: Getur þú hrist hana og kallað: Mamma!

Roman: Mamma! Það virkaði ekki.

SN: Ertu í Kenley?

Roman: JÁ, Kenley.

SN: Og hvað heitir þú?

Roman: Roman.

Sjúkrabíll var kominn á vettvang 13 mínútum síðar. Móðirin komst svo til meðvitundar og var flutt á sjúkrahús. Þrjú börn ung börn hennar voru heima er atvikið átti sér stað.

Hér getur þú hlustað á upptökuna af símtali drengsins í Neyðarlínuna.

Byggt á frétt BBC og Metro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert