Atkvæðagreiðslu seinkað

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Atkvæðagreiðslu vegna nýs frumvarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta um heilbrigðistryggingar hefur verið frestað. Ástæðan fyrir því er talin andstaða sem frumvarpið fékk innan Repúblikanaflokksins.

„Ekkert kosið í kvöld,“ sagði þingmaður í samtali við AFP-fréttastofuna

Trump hefur heitið nýju frumvarpi um heilbrigðistryggingar sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare sem forveri hans Barack Obama stóð á bak við.

Frestun atkvæðagreiðslunnar þykir mikið áfall fyrir Trump.

Frumvarpi Trumps mótmælt fyrir utan Trump-hótelið í Washington.
Frumvarpi Trumps mótmælt fyrir utan Trump-hótelið í Washington. AFP

Hvíta húsið gerði lítið úr fullyrðingum um að Trump hafi mistekist að ná sátt um frumvarpið á þinginu.

Starfsmaður Hvíta hússins sagði að kosið yrði í fyrramálið. „Okkur finnst að það eigi að gera þetta að degi til ekki seint um kvöld. Við erum sannfærð um að frumvarpið verði samþykkt í fyrramálið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert