Óttast að 250 hafi drukknað

Flóttamenn um borð í gúmmíbát bíða eftir að verða bjargað …
Flóttamenn um borð í gúmmíbát bíða eftir að verða bjargað fyrir þremur dögum síðan undan ströndum Líbýu. AFP

Óttast er að um 250 afrískir flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafi eftir að björgunarbátur fann tvo gúmmíbáta sem hafði hvolft undan ströndum Líbíu.

Að sögn Lauru Lanuza hjá spænsku góðgerðarsamtökunum Pro-Activa Opne Arms fann björgunarbátur þeirra fimm lík á floti skammt frá gúmmíbátunum.

„Við teljum að engin önnur skýring sé til önnur en að gúmmíbátarnir hafi verið fullir af fólki,“ sagið hún við AFP-fréttastofuna. Hún bætti við að venjulega kæmust um 120 til 120 manns fyrir í einum slíkum báti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert