Niðurstaðan kom Trump á óvart

Donald Trump í Hvíta húsinu er hann tjáði sig um …
Donald Trump í Hvíta húsinu er hann tjáði sig um ósigurinn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það séu vonbrigði og að hann sé „dálítið undrandi“ á því að hafa þurft að draga frumvarp sitt um heilbrigðistryggingar til baka.

Í yfirlýsingu sinni sagði hann að frumvarpið, sem var hans fyrsta stóra lagafrumvarp í embætti, hafi verið „mjög, mjög gott“ sem hafi naumlega ekki hlotið samþykki.

Trump. sem hreykti sér af því í kosningabaráttunni að vera sérlega góður samningamaður, sagði að vinnan við frumvarpið hafi verið „áhugaverð reynsla“. Hann sakaði demókrata um að hafa staðið í vegi fyrir samþykkt þess.

Hann spáði því jafnframt að núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, Obamacare, yrði ekki langlíft og hét því að beina sjónum sínum næst að umbótum í skattamálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert