Rannsaka njósnir gagnvart Tyrkjum

Frá Bern, höfuðborg Sviss.
Frá Bern, höfuðborg Sviss. Ljósmynd/Wikipedia

Svissneskir saksóknarar rannsaka meintar njósnir ótilgreindrar „leyniþjónustu“ gagnvart Tyrkjum sem eru búsettir í Sviss.

Ríkissaksóknarinn í Sviss sagði við fréttastofuna AFP að rökstuddur grunur væri uppi um að „pólitísk leyniþjónusta“ hefði njósnað um Tyrki sem eru bússettir í Sviss.

Rannsóknin hófst 16. mars eftir að svissnesk stjórnvöld höfðu gefið leyfi fyrir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert