„Ég er aulinn sem lenti á akbrautinni“

Harrison Ford.
Harrison Ford. AFP

Upptaka er komin fram þar sem leikarinn Harrison Ford útskýrir fyrir flugumferðarstjóra hvers vegna hann flaug rétt yfir farþegaþotu og lenti á akbraut fyrir flugvélar á John Wayne-flugvellinum í suðurhluta Kaliforníu í febrúar. Litlu munaði að stórslys yrði en 110 manns voru um borð í farþegaþotunni.

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjum rannsaka atvikið en BBC hefur birt upptökuna.

Upptakan:

Ford: „Hæ, þetta er Husky Eight Niner Hotel Uniform. Ég er aulinn sem lenti á akbrautinni.“

Flugumferðarstjóri: „Það eru bara nokkur snögg atriðið sem ....“

Ford: „Farþegaþota sem var á hreyfingu truflaði mig í aðfluginu og einnig ókyrrðin í loftinu vegna Airbus-þotu sem var að lenda á hliðarbraut.“

Flugumferðarstjóri: „Get ég fengið nafn þitt og flugskírteinisnúmer?“

Ford: „Ég heiti Harrison Ford.“

Flugumferðarstjóri: „Ok“.

Ford: „Og flugskírteinið mitt er í bakpokanum mínum“.

Flugumferðarstjóri: „Taktu þinn tíma, ekkert mál.“

Ford: „Jæja, þetta er stórt mál í mínum augum. Bíddu aðeins.“

Frétt mbl.is: Ford flaug næstum á farþegaþotu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert