Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála

Donald Tusk flytur ræðu sína í morgun.
Donald Tusk flytur ræðu sína í morgun. AFP

Leiðtogar 27 ríkja innan Evrópusambandsins hafa skrifað undir nýjan Rómarsáttamála í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan sambandið var stofnað.

Í sáttmálanum endurnýja leiðtogarnir skuldbindingar sínar um sameiginlega framtíð innan sambandsins.

Sex áratugir eru liðnir síðan fyrri Rómarsáttmálinn var gerður sem markaði upphaf Evrópusambandsins.

Leiðtogarnir eru staddir í Róm þar sem hátíðarhöld fara fram vegna afmælisins.

Vandamál hafa steðjað að ESB, þar á meðal vegna brotthvarfs Breta úr sambandinu.

„Í dag skuluð þið sanna að þið séuð leiðtogar Evrópu og að þið getið haldið utan um þessa miklu arfleið sem við fengum frá hetjum okkar í tengslum við samruna Evrópu fyrir 60 árum,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

„Sem pólitísk eining þarf Evrópa að standa saman. Annars getur hún ekki verið til staðar.“

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Angela ...
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4X4 àrg. 2016. Ekinn 11 þús km. Hátt og lágt drif...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...